Flýtilyklar
Nokian Hakkapelliita C4 nagladekkið er sendibíladekk sem gerir lífið auðveldara fyrir atvinnubílstjóra. Dekkið veitir frábært grip við vetraraðstæður. Hakkapeliitta C4 nagladekkið er framleitt úr einstakri gúmmíblöndu fyrir langa endingu og er sérstaklega hugsað fyrir mikinn akstur.
Ferkantaðir naglar fyrir öflugt grip
Ferkantaðir naglar Hakkapeliitta C4 sendibíladekksins voru prófaðir í gríðarstórri prófunaraðstöðu Nokian í Ivalo í Finnlandi. Naglarnir eru ferkantaðir til þess að hámarka snertiflöt þeirra sem ásamt mynstri deksins veitir öflugt grip við erfiðar vetraraðstæður.
Rákir Hakkapeliitta C4 eru hannaðar til þess að hreinsa vel snjór og bleytu undan dekkinu.
Nokian Aramid hliðarstyrking bjargar mannslífum
Nokian Tyres Aramid hliðarstyrking er í Nokian Hakkapeliitta 4 sendibíladekkinu. Aramid hliðarstyrking er ný tækni sem eykur endingu dekkja og verndar þau í óvæntum aðstæðum. Efnasamband hliðanna er einstaklega endingargott og inniheldur gríðarsterkar aramíd trefjar. Aramid trefjarnar styrkja hliðarveggi dekksins þannig að það þolir betur utanaðkomandi álag, þar með talið holurnar í götum borgarinnar.
Mynstur sem eykur vetraröryggi
Á Hakkapeliitta C4 dekkinu eru númer og snjókornsmynstur sem gefa til kynna mynsturdýpt dekksins. Tölurnar segja til um hversu margir millimetrar eru eftir af mynstri dekksins. Tölurnar hverfa svo ein af annarri eftir því sem dekkið slitnar, þegar snjókornið er horfið er kominn tími til þess að skipta um dekk.
Hakka Ábyrgð® Nokian Tyres í 1 ár
Hakka ábyrgð® veitir viðskiptavinum sem kaupa ný Nokian Hakkapelitta dekk hjá MAX1 nýtt samsvarandi dekk án endurgjalds ef upprunalega dekkið verður fyrir óhappi. Ef hægt er að gera við dekkið á öruggan hátt verður því ekki skipt út. Viðgerðarkostnaður er ekki innifalin í Hakka Ábyrgð®. Dekkin sem falla undir Hakka Ábyrgð® eru merkt á vefnum í vefverslun.
Hakka Ábyrgð® Nokian Tyres gildir í 1 ár frá kaupdegi og er tengd tilteknum bíl.
Smelltu hér og kynntu þér Hakka Ábyrgð® Nokian Tyres.
Karfan þín
Karfan er tóm.