Önnur bílaþjónusta

Hjá MAX1 sérhæfum við okkur í tilteknum viðgerðum en getum þó veitt aðra, einfalda, bílaþjónustu.

  • Einföld skoðun á undirvagni.
  • Hreinsa ónýta nagla úr nagladekkjum til að hægt sé að nota dekkin áfram sem vetrardekk. Athugið að nýjustu tegundir nagladekkja eins og frá Nokian eru með verksmiðjufestum nöglum þar sem naglarnir eru festir í gúmmíið með ankeri. Þannig endast naglarnir mun lengur en erfitt eða nánast ómögulegt er að ná þeim úr með góðu móti án þess að eiga á hættu að skemma dekkin eða gera á þau göt.

MAX1 Bílavaktin tekur ekki að sér viðgerðir sem eru utan við þjónustuframboðið sem er hér á vefnum. Sem dæmi tekur MAX1 ekki að sér stærri bílaviðgerðir eða þjónustuskoðanir en bendir á Vélaland sem sér um allar tegundir bílaviðgerða fyrir allar tegundir bíla.

MAX1 tekur heldur ekki að sér eftirfarandi þjónustur:

  • Felguviðgerðir
  • Réttingu eða málningu
  • Suðuvinnu á undirvagni eða yfirbyggingu á bíl
  • Þrif á bílum
  • Hjólastilling

 

Hvernig losna ég við viðvörunarljós í mælaborðinu?

Við mælum með því að skoða handbók bílsins, þar eru oft útskýringar. Ef þú þarft hjálp, þá eru hér stuttar, almennar, leiðbeiningar fyrir algeng ljós:

Loftþrýstingsljós: Mældu loftþrýsting dekkja, sem hægt er að gera við næstu bensínstöð eða hjá okkur. Endurstilla má loftþrýstingsljósið í mælaborði í mörgum gerðum bíla samkvæmt upplýsingum í handbók bílsins. Í sumum bílum er nóg að keyra í smástund og loftþrýstingur jafnar sig og ljósið hverfur. Ef þú þarft frekari aðstoð spurðu Góa snjallsvara og hef hann hefur ekki svarið þá gefur hann þér samband við þjónustuborð.

Ábending um þörf á reglubundinni þjónustu: Ljósið "Service required" eða mynd af skiptilykli bendir til þess að það sé kominn tími fyrir reglubundna þjónustu sem þú getur bókað hjá okkur á netinu í Noona appinu eða hjá Góa.

Rautt olíuljós. Ef þetta ljós logar, stöðvaðu strax á öruggum stað eða ef þú hefur tekið eftir að við reglulega gangsetningu þá taki það óvenju langan tíma fyrir olíuljósið að slokkna bókaðu þá tíma í Noona appinu eða hjá Góa snjallsvara eða biddu Góa snjallvara að tengja þig við þjónustuborð okkar.

Skilaboð um að stöðva bílinn. Ef þú færð skilaboð sem segja að stöðva þurfi bílinn, þá er mikilvægt að stoppa strax og hafa samband við þjónustuborð til dæmis með því að biðja Góa snjallsvara um að koma þér í samband.

Adblue ljósið í mælaborði logar: Adblue er efni sem er fyllt á sérstakan Adblue tank í dísilbílum og dregur úr mengun frá köfnunarefnisoxíði (Nox) í útblæstri við brennslu dísilolíu. Ef Adblue ljós logar þá vantar að fylla á Adblue tankinn. Ef fyllt er á tankinn en Adblue ljósið logar enn þá þarf að bóka tíma á verkstæði hjá sérhæfðum bifvélavirkja t.d. hjá samstarfsverkstæði okkar, Vélalandi, sem með aðstoð bilanagreiningartölvu getur tölvulesið bílinn, greint bilanakóða, gert viðeigandi lagfæringu og þannig slökkt ljósið. Þú pantar tíma í Noona appinu eða hjá Góa snjallmenni.

BÓKAÐU TÍMA
AFBÓKA

Svæði

Finndu næsta MAX1 verkstæði

MAX1 verkstæði eru í eða nálægt eftirtöldum sveitarfélögum:

Allt um MAX1

Aðalsímanúmer: 5157190

Persónuvernd

Bókaðu tíma hér

Kt.: 701277-0239 VSK.NR.: 11650

Skráðu þig á póstlista

Skráðu þig á póstlista MAX1 og fáðu forskot á fréttir og tilboð.

Skráðu þig hér

 

EINFALDAR GREIÐSLUR MEÐ PEIPei
Hægt er að greiða með Pei hjá MAX1 Bílavaktinni. Meira hér.

Fylgstu með okkur

   Vélaland

 

    Þjónustuskoðanir og stærri viðgerðir 

MAX1 Bílavaktin býður bílaþjónustu fyrir allar tegundir bíla á öllu höfuðborgarsvæðinu þar sem boðið er upp á dekk, umfelgun, rafgeyma, smurningu, bremsuviðgerðir, dempara, bílaperur, rúðuþurrkur, rúðuvökva og önnur smærri viðvik sem tengjast bílnum. Komdu eða pantaðu tíma.