Umfelgun er ódýr og snör afgreiðsla
Umfelgun hjá MAX1 Bílavaktinni er einn af stærstu þjónustuþáttum verkstæðisins. Við umfelgum bílinn á meðan þú hefur það huggulegt í notalegri biðstofu, kíkir í blöðin og færð þér kaffi. Það er ágætt að hafa í huga að oft myndast biðraðir á vorin og haustin og við hvetjum því bíleigendur til að forðast biðraðir og koma tímanlega með bílinn í umfelgun.
Hjá MAX1 starfa vanir menn sem nota toppgræjur til umfelgunar. Þeir sjá um dekkjaskipti fyrir alla fólksbíla, jepplinga, jeppa og sendibíla á dekkjaverkstæðum fyrirtækisins, hvort sem þú ekur um á stálfelgum eða álfelgum.
Til viðbótar við hagstætt verð á umfelgun er jafnvægisstilling að sjálfsögðu innifalin í þjónustunni, enda er mikilvægt að bíllinn sé þýður í akstri eftir dekkjaskipti og titri ekki í stýri. Við leggjum áherslu á faglega umfelgunarþjónustu í öllu okkar starfi.
Pantaðu tíma á netinu
Hafðu það einfalt og þægilegt og hafðu bílinn í topp standi með því að panta tíma á netinu.
BÓKAÐU TÍMA |
AFBÓKA |
Nokian gæðadekk
Nokian eru gæðadekk sem uppfylla gæðakröfur ESB. Þú getur treyst á Nokian dekk við erfiðustu aðstæðurKeyrðu á öryggi. Kauptu Nokian gæðadekk á frábæru verði.
>> KAUPA NOKIAN DEKK
Verðskrá
15% afsláttur ef keypt eru fjögur ný dekk hjá MAX1.
Flokkur | Verð |
---|---|
Fólksbílar 12"-16" stálfelga. Umfelgun 4 hjól og jafnvægisstilling. | 16.427 kr. |
Fólksbílar 12"-16" álfelga. Umfelgun 4 hjól og jafnvægisstilling. | 17.454 kr. |
Fólksbílar / Jepplingar 17" Umfelgun 4 hjól og jafnvægisstilling. | 18.070 kr. |
Fólksbílar / Jepplingar 18" Umfelgun 4 hjól og jafnvægisstilling. | 22.587 kr. |
Fólksbílar / Jepplingar 19" Umfelgun 4 hjól og jafnvægisstilling. | 24.641 kr. |
Fólksbílar / Jepplingar 20" Umfelgun 4 hjól og jafnvægisstilling. | 27.721 kr. |
Fólksbílar / Jepplingar 21" Umfelgun 4 hjól og jafnvægisstilling. | 28.747 kr. |
Fólksbílar / Jepplingar 22" Umfelgun 4 hjól og jafnvægisstilling. | 32.033 kr. |
Sendibílar minni 15-16" Umfelgun 4 hjól og Jafnvægisstilling. | 17.864 kr. |
Sendibílar miðstærð og minni rútur 16-17" Umfelgun og jafvægisst. | 21.560 kr. |
Sendibílar stærri Umfelgun 6 hjól og jafnvægisstilling. | 30.801 kr. |
Jeppar | Sendibílar 30"-32" Umfelgun 4 hjól og jafnvægisstilling. | 26.283 kr. |
Jeppar | Sendibílar 32"-35" Umfelgun 4 hjól og jafnvægisstilling. | 28.747 kr. |
Umfelgun á höfuðborgarsvæðinu
Það er stutt að fara í umfelgun því dekkjaverkstæði MAX1 eru víða á höfuðborgarsvæðinu. Okkar menn eru snarir í snúningum. Skoðaðu hvenær er opið hjá okkur og bókaðu tíma.
Bílar nútímans eru búnir sífellt flóknari búnaði sem tryggir öryggi, eykur sparneytni, dregur úr mengun og þar fram eftir götunum. Í dag eru margir bílar, m.a. þeir sem eru framleiddir í Bandaríkjunum, með búnað sem fylgist með og vaktar loftþrýsting í dekkjum bílsins. Þetta er mikilvægur öryggisbúnaður og því er áríðandi að umgangast hann af varúð þegar skipt er um dekk.
Nokkuð ber á því að viðskiptavinir dekkjaverkstæða verði fyrir óþægindum vegna rangra vinnubragða við umfelgun og stundum hefur þessi búnaður orðið fyrir skemmdum af þessum sökum. MAX1 Bílavaktin hefur farið sérstaklega yfir þessi mál með starfsmönnum sínum og vill hvetja bíleigendur til að gæta að þessum búnaði þegar skipt er um dekk. Loftþrýstingsnemar eru staðsettir innan á hverri felgu og fylgist búnaðurinn með loftþrýstingi dekkjanna og sendir skilaboð í mælaborð ef hann er ekki réttur. Nauðsynlegt er að fara eftir verklagi framleiðenda við umfelgun og gæta fyllstu varúðar.
Aðvörun vegna loftþrýstings
Gaumljós sem tekur við skilaboðum er oftast appelsínugult að lit og það kviknar ávallt við ræsingu bílsins. Ljósið logar í stuttan tíma eftir ræsingu en hverfur ef allt er með felldu. Hverfi gaumljósið ekki að þeim tíma liðnum (eða ef það birtist fyrirvaralaust) skal fara eftir leiðbeiningum í handbók bílsins. Dugi þær ekki er nauðsynlegt að athuga skynjara á felgunum. Í sumum tilvikum kann að vera nauðsynlegt að láta „núllstilla“ vöktunarkerfið með sérstökum búnaði hjá þjónustuverkstæði viðeigandi bílaumboðs.
Senda fyrirspurn á Jafnasel 6 |
Senda fyrirspurn á Dalshraun 5 |
Senda fyrirspurn á Bíldshöfða 5a |
SENDA ALMENNA FYRIRSPURN |