Peruskipti

Peruskipti

Peruskipti eru okkar fag. Bílaperur eru til í allar gerðir bíla og þær eru á hagstæðu verði hjá MAX1 Bílavaktinni. Að skipta um perur í bílum getur oft verið ansi snúið, oft er erfitt að komast að ljósunum og því best að láta vana menn um peruskiptin. Bílljós verða að vera í lagi og MAX1 Bílavaktin á ávallt úrval af bílaperum í aðalljós ( framljós ), stefnuljós, stöðuljós og bremsuljós. Láttu MAX1 um ísetningu á bílaperum.

Við eigum ljósaperur í alla bíla m.a. hefðbundnar bílaperur, Halogen bílaperur og Xenon bílaperur

Hvað kostar að skipta um peru?

Kostnaður við peruskipti samanstendur af vinnu við skiptin og peruna og jafnvel ljósbúnaðinn sjálfan. Kostnaður fer eftir tegund perunnar t.d. hefðbundin, Halogen, Xenox eða LED og hvaða ljós er um að ræða t.d. aðalljós, samsett bremsu- og afturljós, stefnuljós eða númeraljós. Einnig skiptir mál bíltegundin og hversu auðvelt og rúmgott aðgengi er að komast að peru. Sumar perur er hægt að skipta um í gegnum þjónustulúgu en svo eru dæmi að jafnvel þurfi að taka stuðara af bílum til að hægt sé að skipta um peru. Allt hefur þetta áhrif á þann tíma sem peruskiptin taka og hversu dýrar perurnar eru sem hvoru tveggja hefur áhrif á heildarkostnað.

En þú þarft ekki að hafa áhyggjur. Ef bókaður er tími í peruskipti hjá MAX1 þá er nákvæmari áætlun alltaf gerð áður en vinna við peruskiptin hefst og peruskiptin ekki framkvæmd nema bíleigandi samþykkir. Einnig er hægt að óska eftir nákvæmari áætlun áður en tímabókun er gerð með því að biðja Góa snjallsvara að tengja þig við þjónustuborð sem áframsendir erindið til viðeigandi sérfræðings sem svarar um hæl.

Til þess að gefa einhverjar hugmyndir um kostnað þá eru hér nokkur dæmi. 

  • Hefðbundnar bílaperur í eldri bíla eru ódýrastar jafnvel frá 500 kr upp í 1.500 kr. og tíminn við að skipta er oft ekki lengri en 5 - 15 mínútur. Heildarkostnaður er því oftast ekki meiri en 3.000 kr til 5.000 kr.
  • Halogen eru dýrari  (t.d. H1, H4, H7, H11) og geta kostað frá 1.500 kr. - 4.000 kr. Þar getur vinnan verið um 15 til 30 mínútur en fer þó eftir bíltegundum og hversu auðvelt er að komast að peru. Því er ekki óalgengt að heildarkostnaður við peruskipti geti numið frá 12.000 kr. til 20.000 kr.
  • Xenon per / HID perur (t.d. D1S, D3S) geta kostað frá 12.000 kr. og jafnvel sumar farið yfir 40.000 kr. og vinnan getur tekið lengri tíma, jafnvel upp í klukkustund. Því má áætla að kostnaður geti numið frá 30.000 kr. til 60.000 kr.
  • Ef LED perum er skipt út fyrir Halogen þá geta LED perur kostað frá 10.000 kr. til 20.000 kr. og vinnan tiltölulega fljótleg og því gæti kostnaður verið frá 20.000 kr. til 30.000 kr.
  • Innbyggðar LED einingar þar sem allt ljósið er selt í heilu lagi getur kostað frá 50.000 kr. og þaðan af hærra og tíminn við skiptin getur verið frá 1-2 klst. Heildarkostnaður getur því verið frá 70.000 kr. og yfir.

Pantaðu tíma á netinu

Hafðu það einfalt og þægilegt og hafðu bílinn í topp standi með því að panta tíma á netinu.

BÓKAÐU TÍMA
AFBÓKA

 

Senda fyrirspurn á Jafnasel 6 
Senda fyrirspurn á Dalshraun 5
Senda fyrirspurn á Bíldshöfða 5a 

 

SENDA ALMENNA FYRIRSPURN


 

 

 

 

 

 

 

 

Svæði

Finndu næsta MAX1 verkstæði

MAX1 verkstæði eru í eða nálægt eftirtöldum sveitarfélögum:

Allt um MAX1

Aðalsímanúmer: 5157190

Persónuvernd

Bókaðu tíma hér

Kt.: 701277-0239 VSK.NR.: 11650

Skráðu þig á póstlista

Skráðu þig á póstlista MAX1 og fáðu forskot á fréttir og tilboð.

Skráðu þig hér

 

EINFALDAR GREIÐSLUR MEÐ PEIPei
Hægt er að greiða með Pei hjá MAX1 Bílavaktinni. Meira hér.

Fylgstu með okkur

   Vélaland

 

    Þjónustuskoðanir og stærri viðgerðir 

MAX1 Bílavaktin býður bílaþjónustu fyrir allar tegundir bíla á öllu höfuðborgarsvæðinu þar sem boðið er upp á dekk, umfelgun, rafgeyma, smurningu, bremsuviðgerðir, dempara, bílaperur, rúðuþurrkur, rúðuvökva og önnur smærri viðvik sem tengjast bílnum. Komdu eða pantaðu tíma.