Olíuskipti

Olíuskipti

Hvenær á að skipta um olíu?

Algeng krafa bílaframleiðenda er að fylgt sé lágmarks þjónustuáætlun um olíuskipti samkvæmt þjónustubók bílsins. Þessar lágmarkskröfur eru oftast þær að olíuskipti þurfi að fara fram einu sinni á ári eða á 15.000-20.000 km fresti, hvort sem kemur á undan. Fyrir þá bíla sem þurfa „synthetic“ eða „longlife“ olíur er lágmarkstíðni olíuskipta oftast einu sinni á ári eða á 30.000 km fresti, hvort sem kemur á undan.

Ljós í mælaborði og olíuskynjarar

Í bílum sem eru búnir skynvæddum olíuskynjara (Intelligent Oil Life Monitor) skal fylgjast með ljósi í mælaborði og skipta um olíu samkvæmt því. Athugið að hér er ekki átt við venjulegt „þjónustuljós“ sem eingöngu eru stillt á tímabil eða ákveðinn kílómetrafjölda, heldur leggur skynvæddi olíuskynjarinn mat á raunverulegt ástand olíunnar og gefur til kynna hvenær skipta þarf um smurolíu.

BÓKAÐU TÍMA
AFBÓKA

Aðstæður hafa áhrif á tíðni olíuskipta

Allar tölur sem gefnar eru upp, t.d. frá bílaframleiðendum, eru viðmið um olíuskipti sem eiga við bestu mögulegu aðstæður. Reynsla okkar hefur sýnt að við íslenskar aðstæður – sem einkennist af stuttum vegalengdum, rysjóttu veðurfari, ryki, ösku og miklum heitasveiflum – sé ráðlegra að helminga þennan tíma. Margir framleiðendur mæla einmitt með því í þjónustubókum sínum að við erfiðar aðstæður sem þessar eigi að auka tíðni olíuskipta.

Af þessum sökum mælir MAX1 með því

  • olíuskipti á venjulegum bílum fari fram á sex mánaða fresti eða eftir helming þess kílómetrafjölda sem framleiðandi tilgreinir, hvort sem kemur á undan
  • að í bílum sem eiga að nota „synthetic“ eða „longlife“ smurolíur skuli tíðni olíuskipta vera einu sinni á ári eða eftir 20.000 km akstur, hvort sem kemur á undan
  • að þá bíla sem búnir eru skynvæddum olíuskynjara skuli þjónusta þegar gaumljós skynjarans kviknar í mælaborði.

Að sjálfsögðu er það alltaf ákvörðun bíleigandans hversu oft hann skiptir um smurolíu á sínum bíl.

Magn smurolíu á vél

Vakin er sérstök athygli á því að mikilvægt er að fylgjast vel með magni smurolíu á vélinni, mæla magnið reglulega á milli olíuskipta og fylla á ef mæling sýnir að olíu vanti á bílinn. Í handbók bílsins er hægt að sjá hversu mikið magn smurolíu skal vera á vélinni.

Hafðu samband við starfsmenn MAX1 Bílavaktarinnar og fáðu upplýsingar um hvenær þú átt að skipta um olíu á bílnum þínum.

BÓKAÐU TÍMA
AFBÓKA

 

Senda fyrirspurn á Jafnasel 6 
Senda fyrirspurn á Dalshraun 5
Senda fyrirspurn á Bíldshöfða 5a 

SENDA ALMENNA FYRIRSPURN

Svæði

Finndu næsta MAX1 verkstæði

MAX1 verkstæði eru í eða nálægt eftirtöldum sveitarfélögum:

Allt um MAX1

Aðalsímanúmer: 5157190

Persónuvernd

Bókaðu tíma hér

Kt.: 701277-0239 VSK.NR.: 11650

Skráðu þig á póstlista

Skráðu þig á póstlista MAX1 og fáðu forskot á fréttir og tilboð.

Skráðu þig hér

 

EINFALDAR GREIÐSLUR MEÐ PEIPei
Hægt er að greiða með Pei hjá MAX1 Bílavaktinni. Meira hér.

Fylgstu með okkur

   Vélaland

 

    Þjónustuskoðanir og stærri viðgerðir 

MAX1 Bílavaktin býður bílaþjónustu fyrir allar tegundir bíla á öllu höfuðborgarsvæðinu þar sem boðið er upp á dekk, umfelgun, rafgeyma, smurningu, bremsuviðgerðir, dempara, bílaperur, rúðuþurrkur, rúðuvökva og önnur smærri viðvik sem tengjast bílnum. Komdu eða pantaðu tíma.