Demparar í bíla

Demparar í bíla

Demparar

Demparaskipti og gormaskipti

Slitnir demparar eða brotnir gormar draga úr akstursöryggi, lengja hemlunarvegalengd og valda óþægindum. MAX1 Bílavaktin sérhæfir sig í hraðri og hagkvæmri fjöðrunarþjónustu fyrir allar gerðir farartækja:

  • Fram- og afturdemparar

  • Fjöðrunargormar

  • Athugun á stuðpúðum, festingum og fóðringum

Ef aukaverk eða kostnaður kemur óvænt upp höfum við samband áður en haldið er áfram, svo þú stjórnar ákvörðunum.

Við notum eingöngu gæða­ varahluti og flytjum mikið inn beint frá traustum þýskum birgjum í samvinnu við Vélaland. Beinn innflutningur þýðir lægra verð án þess að slaka á gæðum.

Pantaðu tíma á netinu

Hafðu það einfalt og þægilegt og hafðu bílinn í topp standi með því að panta tíma á netinu.

BÓKAÐU TÍMA
AFBÓKA

 

Hvað kosta dempara- og gormaskipti?

Kostnaður skiptist í vinnu og varahluti – og ræðst af gerð, stærð og ástandi bílsins. Hér eru dæmigerð verðbil með virðisaukaskatti fyrir þrjá bílaflokka.

Þjónusta Minni & meðalstórir fólksbílar Stórir fólksbílar Jeppar, sendibílar & pallbílar
Skipti á dempurum (framöxull) 45.000 - 70.000 kr. 60.000 - 90.000 kr. 80.000 - 120.000 kr.
Skipti á dempurum (afturöxull) 40.000 - 65.000 kr. 55.000 - 85.000 kr. 70.000 - 110.000 kr.
Skipti á gormum (framöxull) 35.000 - 55.000 kr. 50.000 - 75.000 kr. 70.000 - 100.000 kr.
Skipti á gormum (afturöxull) 30.000 - 50.000 kr. 45.000 - 70.000 kr. 60.000 - 90.000 kr.

* Verðbil eru aðeins til viðmiðunar. Endanleg upphæð fer eftir bíltegund, ástandi/akstri og vali á varahlutum.
** Innifalið: staðlaður vinnutími skv. HaynesPro, gæða varahlutir, vörur af verkstæði og tækjanotkun. Verð er með virðisaukaskatti.

Af hverju er bilið svona vítt?

  • Bílategund & drifbúnaður: Fjöðrun í þyngri bílum eða 4×4 jeppa krefst oft sértækra hluta og lengri vinnu.

  • Aldur & ryð: Eldri bílar geta þurft aukavinnu við að losa ryðgaða bolta.

  • Gæðavalkostir: Hægt er að velja staðlaða eða uppfærða dempara og gorma.


Svona vinnum við

  1. Verðáætlun áður en fyrsta skrúfa er snúin - pantaðu tíma og óskaði eftir verðáætlun áður en kemur að tímanum, eða keyrðu beint til okkar og við gerum verðáætlun á staðnum.

  2. Engar óvæntar ákvarðanir - þú færð alltaf símtal eða skilaboð ef aukaverk kemur upp.

  3. Gæða varahlutir - beinn innflutningur frá traustum birgjum heldur verði niðri án þess að fórna gæðum.

  4. Gagnsæi í verði - HaynesPro tryggir stöðluð vinnutilboð sem auðvelt er að bera saman milli verkstæða.

Greiðsludreifing

 

 

 

Senda fyrirspurn á Jafnasel 6 
Senda fyrirspurn á Dalshraun 5
Senda fyrirspurn á Bíldshöfða 5a 
Senda fyrirspurn á Keflavík

 

Senda almenna fyrirspurn

Karfan þín

Karfan er tóm.

Finndu næsta MAX1 verkstæði

MAX1 verkstæði eru í eða nálægt eftirtöldum sveitarfélögum:

Allt um MAX1

Aðalsímanúmer: 5157190

Persónuvernd

Bókaðu tíma hér

Kt.: 701277-0239 VSK.NR.: 11650

Skráðu þig á póstlista

Skráðu þig á póstlista MAX1 og fáðu forskot á fréttir og tilboð.

Skráðu þig hér

 

EINFALDAR GREIÐSLUR MEÐ PEIPei
Hægt er að greiða með Pei hjá MAX1 Bílavaktinni. Meira hér.

Fylgstu með okkur