Hjólastilling

Hjólastilling – betra veggrip, sparnaður og öryggi

Rétt stillt hjól vernda dekkin, lækka eldsneytiseyðslu og gera aksturinn öruggari. MAX1 Bílavaktin býður ekki hjólastillingu en bendir á hjólastillingu hjá Brimborg fyrir Volvo, Polestar, Ford, Mazda, Citroën, Opel og Peugeot. Fyrir sendibíla, stærri pallbíla og þyngri ökutæki bendir MAX1 á hjólastillingu hjá Veltir Xpress á Hádegismóum 8 sem hjólastillir flestar gerðir stærri bíla.

Bókanir og verðskrá á vefsíðum Brimborgar og Veltis.


Merki um að hjólastilling sé tímabær

  • Stýrið er skakkt á beinum vegi.

  • Bíllinn „ráfar“ eða leitar til hliðar.

  • Hann togar til hliðar við hemlun.

  • Dekkin slitna ójafnt, t.d. aðeins á einum kantinum.

  • Eldsneytiseyðslan hefur aukist án skýringa.

  • Aðvörunarljós frá veggrips- eða stöðugleikakerfi kviknar.

Ef þú tekur eftir einhverju af þessu skaltu panta hjólastillingu sem fyrst.

Af hverju skiptir þetta máli?

  • Öryggi: Rétt hjólahalli tryggir besta veggrip og styttri hemlunar­vegalengd.

  • Ending dekkja: Vanstillt hjól geta stytt líftíma dekkja um tugi prósenta.

  • Sparnaður: Skökk hjól auka viðnám við yfirborð vegar → hærri eldsneytiseyðsla og kolefnisfótspor.


 

Karfan þín

Karfan er tóm.

Finndu næsta MAX1 verkstæði

MAX1 verkstæði eru í eða nálægt eftirtöldum sveitarfélögum:

Allt um MAX1

Aðalsímanúmer: 5157190

Persónuvernd

Bókaðu tíma hér

Kt.: 701277-0239 VSK.NR.: 11650

Skráðu þig á póstlista

Skráðu þig á póstlista MAX1 og fáðu forskot á fréttir og tilboð.

Skráðu þig hér

 

EINFALDAR GREIÐSLUR MEÐ PEIPei
Hægt er að greiða með Pei hjá MAX1 Bílavaktinni. Meira hér.

Fylgstu með okkur

   Vélaland

 

    Þjónustuskoðanir og stærri viðgerðir