Finna dekk

Opna
Finndu dekkjastærðina á þínum bíl og skráðu tölurnar í leitarvélina.

Dekk merking

Dekk

ESB-merking dekkja

Gæðamerking ESB á dekkjum var innleidd hér á landi fyrir nokkrum árum og með henni eru dekk flokkuð eftir sparneytni,ESB dekkjamerking hemlun í bleytu og ytri hávaða frá dekkjunum. Þessi merking hefur ekkert með stærðarmerkingar dekkja að gera en um dekkjastærðir má lesa hér.

Útskýringar á dekkjamerkingum ESB

Dekkjamerkingar ESB ná ekki yfir allar gerðir dekkja þótt líklegt sé að það breytist í framtíðinni. Í dag gilda reglurnar um öll dekk nema nagladekk, en þó er vert að taka fram að merkingar ESB ná ekki að mæla hæfni vetrardekkja og heilsársdekkja í snjó og hálku þar sem merkingarnar flokka aðeins eftir sparneytni, hemlun í bleytu og hávaða.


Sparneytni – minna vegviðnám   Dekk sparneytni

  • Sterkust og veikust: A til G - sparar allt að fimm fulla eldsneytistanka á endingartíma dekkjanna*
  • Samliggjandi flokkar: B og C - sparar 0,1 l/100 km*

Vegviðnám hjólbarða hefur áhrif á eldsneytisnotkun, endingartíma og losun koltvísýrings vegna slits á dekkjum. Vegviðnám er 20% af eldsneytisnotkun bílsins. Þeim mun minna vegviðnám, því minni eldsneytisnotkun.

Munurinn á eldsneytisnotkun milli flokkanna (A-G) er umtalsverður, eða um 0,6 l/100 km. Þau dekk sem hafa minna vegviðnám eru einnig með 14g/km lægri útblástur á koltvísýringi. Á endingartíma dekkjanna er munurinn á eldsneytisnotkun því fimm fullir eldsneytistankar (240 lítrar).


Veggrip í bleytu – aukið öryggi   Dekk veggrip

Sterkasti og veikasti flokkur: A til F - Hemlunarvegalengd meira en 18 metrum styttri*

  • Samliggjandi flokkar: B og C - Hemlunarvegalengd styttri sem samsvarar einni bíllengd*

Fyrir sumardekk er grip í bleytu sérstaklega mikilvægt þegar kemur að öryggi. Hjólbarðar með mjög góðu veggripi hafa styttri hemlunarvegalengd, þeir rása minna og gera stjórn ökutækis auðveldari. Merkingin gefur til kynna hemlunarvegalengd dekksins á blautu malbiki á 80 km/klst. Sem dæmi getur munurinn á hemlunarvegalengd á milli flokks A og F verið 18 metrar, u.þ.b. fjórar bíllengdir.


Veghljóð – hljóðstyrkur   Dekk sparneytni

  • 3 svartar hljóðbylgjur = Fer yfir fyrirhuguð leyfileg mörk ESB (75 dB)
  • 2 svartar hljóðbylgjur = Samsvarar fyrirhuguðum leyfilegum mörkum ESB (72dB)
  • 1 svört hljóðbylgja = Meira en 3 dB minni hljóðstyrkur en fyrirhugaðar reglugerðir ESB kveða á um (69 dB eða minna)

Gildið fyrir veghljóð gefur til kynna þá hljóðmengun sem dekkin valda. Það veghljóð sem ökumenn sjálfir heyra er ekki tekið með í reikninginn. Auk veghljóðs, sem mælt er í desíbelum (dB), þarf merking að vera ein til þrjár svartar hljóðbylgjur í samræmi við tilskipun ESB sem tekur gildi í nóvember 2012. 


M.v. 7l/100 km eldsneytisnotkun. Áætlaður árlegur akstur 15,000 km og að dekk endist 40,000 km. Þessi gildi eru mæld út frá prófunum EC/1222/2009.

*Í ESB-tilskipuninni um dekk er bæði sparneytni og veggrip í bleytu sett í flokk A-G. Flokkur D er ekki notaður í tengslum við sparneytni og fyrir veggrip í bleytu eru flokkar D og G ekki notaðir.

Ný reglugerð um mynstursdýpt dekkja

 

 

Svæði

Finndu næsta MAX1 verkstæði

MAX1 verkstæði eru í eða nálægt eftirtöldum sveitarfélögum:

Allt um MAX1

Aðalsímanúmer: 5157190

Persónuvernd

Bókaðu tíma hér

Kt.: 701277-0239 VSK.NR.: 11650

Skráðu þig á póstlista

Skráðu þig á póstlista MAX1 og fáðu forskot á fréttir og tilboð.

Skráðu þig hér

 

EINFALDAR GREIÐSLUR MEÐ PEIPei
Hægt er að greiða með Pei hjá MAX1 Bílavaktinni. Meira hér.

Fylgstu með okkur

   Vélaland

 

    Þjónustuskoðanir og stærri viðgerðir 

MAX1 Bílavaktin býður bílaþjónustu fyrir allar tegundir bíla á öllu höfuðborgarsvæðinu þar sem boðið er upp á dekk, umfelgun, rafgeyma, smurningu, bremsuviðgerðir, dempara, bílaperur, rúðuþurrkur, rúðuvökva og önnur smærri viðvik sem tengjast bílnum. Komdu eða pantaðu tíma.