Flýtilyklar
Jafnvægisstilling
Hvað er jafnvægisstilling og af hverju skiptir hún máli?
Jafnvægisstilling (eða balansering) er nauðsynleg til að tryggja öruggan og þægilegan akstur. Hún felst í því að mæla í jafnvægismælingarvél (balansseringarvél) hvort ójafnvægi sé í þyngdardreifingu á milli dekks og felgu. Ef svo er þá finnst það oft sem skjálfti eða titringur í stýri, ekki óalgengt á 60-90 km. Ójafnvægið er leiðrétt með því að setja lítil lóð (eitt eða fleiri) innan á felguna og mælt aftur í jafnvægismælingarvélinni þar til ójafnvægið er horfið.
Hvers vegna þaf að jafnvægisstilla?
Ójafnvægi í þyngdardrefingu milli dekks og felgur getur komið upp af ýmsum ástæðum, til dæmis:
• Ákoma á felgu t.d. keyrt á kantstein eða í holur
• Slitin eða skemmd dekk
• Ójafnt slit vegna rangrar hjólastillingar
• Slit í fjöðrun eða hjólabúnaði
• Lóð innan á felgu hefur dottið af
Jafnvægisstilling ekki það sama og hjólastilling
Oft er jafnvægisstillingu ruglað saman við hjólastillingu eða stýrisstillingu. Hjólastilling snýst um horn og stefnu hjólanna, en jafnvægisstilling um þyngdardreifingu dekks og felgu. Við hjá MAX1 bjóðum jafnvægisstillingu – ekki hjólastillingu – en við getum leiðbeint þér áfram ef hún er nauðsynleg.
Hámarkaðu endingu dekkja – með einföldum hætti
Til að tryggja jafnt slit og hámarka líftíma dekkja er mælt með að skipta reglulega um staðsetningu þeirra – á um 10.000 km fresti. Það þýðir að færa framdekk á afturás og afturdekk á framás, þar sem framdekk slitna oft hraðar. Við slíka yfirferð ætti einnig að jafnvægisstilla öll dekkin. Þetta stuðlar að betri öryggi, meiri akstursánægju og minni dekkjakostnaði til lengri tíma.
Eitt skemmt dekk? Passaðu að hin séu í lagi líka
Ef eitt dekk á drifás bílsins (t.d. framan eða aftan) skemmist, er mikilvægt að hitt dekkið á sama ás sé af sömu stærð og ekki mikið meira slitiði. Misstór eða mjög misslitin dekk geta haft neikvæð áhrif á stöðugleika, fjöðrun og jafnvel drifbúnað. Því er oftast mælt með að skipta um bæði dekk á sama ás ef annað er skemmt eða mjög slitið.
👉 Finnst þér bíllinn titra eða skjálfa?
Bókaðu tíma í jafnvægisstillingu hjá MAX1 – fljót, einföld og fagleg þjónusta á sanngjörnu verði.
BÓKAÐU TÍMA |
AFBÓKA |
Karfan þín
Karfan er tóm.