Flýtilyklar
Settu inn bílnúmer til að finna dekkjastærðina á bílnum þínum
Dekkjastærðir
Dekkjastærðir
Dekkjastærðir eru mikilvægar þegar valin eru rétt dekk undir bílinn. Öll viðurkennd dekk fylgja ákveðnum staðli þegar kemur að merkingum á stærðum dekkja, burðargetu, hraðamörkum og fleiri þáttum.
Hægt er að finna dekkjastærð með því að slá bílnúmer inn í dekkjaleitarvél í vefverslun á þessum vef. Ef stærðin finnst ekki þar þá er hægt er að lesa stærð dekkjanna á miða sem er límdur á hurðarstaf bilstjórahurðar en dekkjastærðin þar er sú sama og bíllinn kom á þegar hann var nýskráður. Einnig er hægt að lesa dekkjastærðina á dekkinu sjálfu og hér fyrir neðan er útskýrt hvað táknmálið þýðir. Ef dekkin undir bílnum eru ekki af sömu stærð og miðinn á hurðarstafnum segir til um þá hefur verið skipt um dekk á bílnum og önnur stærð sett undir. Það getur verið eðlilegt þar sem oft gefa framleiðendur upp allt að þrjár mismunandi stærðir sem passa undir bílinn. Dekkjastærðir er líka hægt að fletta upp í ökutækjaskrá Samgöngustofu.
Um gæðamerkingu ESB á dekkjum má hins vegar lesa hér.
Hvað tákna merkingarnar á hjólbarðanum?
Á hliðum hjólbarða eru skráðar upplýsingar um framleiðanda, eiginleika og stærðir dekksins
BÓKAÐU TÍMA |
AFBÓKA |
SENDA FYRIRSPURN |
Burðarþol og hraðamerkingar
Hér er tafla sem sýnir burðarþol og hraðamerkingar dekkja.
Ekki má setja hvaða dekkjastærð sem er undir bíl. Þegar bíll er skráður hér á landi eru ein eða fleiri dekkjastærðir skráðar á bílinn. Starfsmenn MAX1 eru boðnir og búnir að leiðbeina um rétta dekkjastærð undir bílinn þinn.
Lestu einnig um gæðamerkingu ESB á dekkjum sem innleidd var fyrir nokkrum árum hér á landi en gæðadekkin frá Nokian uppfylla þessar kröfur í einu og öllu.
Karfan þín
Karfan er tóm.