Finna dekk

Opna
Finndu dekkjastærðina á þínum bíl og skráðu tölurnar í leitarvélina.

Vetrardekk tímabil

Vetrardekk tímabil

Margir spyrja sig hvaða tímabil gildi fyrir vetrardekk? Svarið við því er að ekkert sérstakt tímabil gildir fyrir vetrardekkheilsársdekk eða harðkornadekk og má keyra á þeim allan ársins hring.

Hinsvegar er rétt að benda á að vetrardekk eru hönnuð til aksturs í kulda og snjó og þau slitna hraðar við akstur við hærra hitastig á auðum götum. Því er rétt að spara vetrardekkin á sumrin svo þau séu í góðu lagi þegar á þarf að halda að vetri til.

Samkvæmt lögum eru þó takmörk fyrir notkun nagladekkja og tímabilið fyrir nagladekk er því vel skilgreint og afmarkað. Það er því þjóðráð fyrir þá sem ætla að aka á vetrardekkjum, heilsársdekkjum eða harðkornadekkjum yfir vetrartímann að setja dekkin undir tímanlega og spara sér bæði tíma og fyrirhöfn. 

Vakin er athygli á því að samkvæmt lögum ber ökumaður ábyrgð á því að aka um á dekkjum sem eru í samræmi við aðstæður hverju sinni. MAX1 Bílavaktin býður úrval vetrardekkja, heilsársdekkja, harðkornadekkja og sumardekkja frá Nokian.

Mynstursdýpt dekkja

Svæði

Finndu næsta MAX1 verkstæði

MAX1 verkstæði eru í eða nálægt eftirtöldum sveitarfélögum:

Aðalsímanúmer: 515 7190

Netfang: max1@max1.is

Kt.: 701277-0239

Skráðu þig á póstlista

Skráðu þig á póstlista MAX1 og fáðu forskot á fréttir og tilboð.

Skráðu þig hér

MAX1 Bílavaktin býður bílaþjónustu fyrir allar tegundir bíla á öllu höfuðborgarsvæðinu þar sem boðið er upp á dekk, umfelgun, rafgeyma, smurningu, bremsuviðgerðir, dempara, bílaperur, rúðuþurrkur, rúðuvökva og önnur smærri viðvik sem tengjast bílnum. Komdu eða pantaðu tíma.