Breytingar á MAX1

Ný dekkjalína á MAX1 í Jafnaseli
Ný dekkjalína á MAX1 í Jafnaseli

Rekstri smurþjónustu MAX1 í Knarrarvogi hefur verið hætt. Húsnæðið í Knarrarvogi var helst til lítið og vantaði pláss svo hægt væri að bjóða uppá alla þjónustuþætti MAX1. Spennandi tímar eru framundan á hinum starfstöðvum MAX1 á höfuðborgarsvæðinu. Starfstöðvar MAX1 eru nú þrjár talsins á höfuðborgarsvæðinu, tvær í Reykjavík og ein í Hafnarfirði.

Stækkun og aukið flæði

Nú standa yfir miklar breytingar og stækkun á stöð MAX1 við Dalshraun í Hafnarfirði. Framundan eru einnig breytingar á MAX1 í Jafnaseli, Breiðholti, þar sem bætt verður við innkeyrsludyrum sem eykur flæði. Þá verður líka farið í að laga plan að sunnanverðu og lóð og hús snyrt. Nú þegar er búið að setja upp nýjar dekkjalínur á starfstöðvum MAX1 í Breiðholti og við Bíldshöfða 5a. Ný dekkjalína verður einnig sett upp á MAX1 við Dalshraun í Hafnafirði á næstu vikum.

Dekkjalínur

Nýjar dekkjalínur auðvelda til muna vinnu starfsmanna. Dekkin eru sett á þar til gerða sillu sem lyftir þeim sjálfvirkt uppá færibandið. Öll vinna fer fram í réttri vinnuhæð. Til viðbótar við dekkjalínurnar voru keyptar pallettur og á þeim er dekkjunum rúllað á milli starfstöðva og við það minnkar burður á dekkjum.

Dekkjapalletta    Dekkjapalletta

Kynntu þér þjónustu MAX1

Fylgstu með okkur á Facebook

Karfan þín

Karfan er tóm.

Finndu næsta MAX1 verkstæði

MAX1 verkstæði eru í eða nálægt eftirtöldum sveitarfélögum:

Allt um MAX1

Aðalsímanúmer: 5157190

Persónuvernd

Bókaðu tíma hér

Kt.: 701277-0239 VSK.NR.: 11650

Skráðu þig á póstlista

Skráðu þig á póstlista MAX1 og fáðu forskot á fréttir og tilboð.

Skráðu þig hér

 

EINFALDAR GREIÐSLUR MEÐ PEIPei
Hægt er að greiða með Pei hjá MAX1 Bílavaktinni. Meira hér.

Fylgstu með okkur

   Vélaland

 

    Þjónustuskoðanir og stærri viðgerðir