Hjólastilling

Hjólastilling

Hjólastillingar hjá MAX1 Bílavaktinni eru unnar í samstarfi við Brimborg og Velti.

Verkstæði Brimborgar og Veltis geta hjólastillt tegundir bíla frá Brimborg með afar fullkomnum búnaði. Hjólastilling er nauðsynleg, eykur líftíma dekkja, eykur öryggi, minnkar eldsneytiseyðslu og dregur úr mengun.

Hjólastillingar fyrir allar gerðir og tegundir fólksbíla, jeppa, pallbíla og minni sendibíla frá Brimborg:
-    Verkstæði Brimborgar Bíldshöfða 6 & 8 | Tímabókanir hér

Hjólastillingar fyrir allar gerðir og tegundir vörubíla, kassabíla, stærri sendibíla, rútur og breytta jeppa og pallbíla ásamt útgáfu á vottorði fyrir breytingaskoðun:
-    Verkstæði Veltir Xpress – Hádegismóum 8 | Tímabókanir hér


Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga varðandi hjólastillingar:

Bíll gæti þarfnast hjólastillingar ef þú finnur fyrir þessum atriðum:

  •      Stýri er ekki í réttri stöðu þegar ekið er á beinum vegi
  •      Bíllinn rásar frá einum vegarhelming til annars
  •      Bíllinn leitast við að beygja til hliðar við hemlun
  •      Slit á dekkjum ójafnt
  •      Eldsneytiseyðsla hefur aukist sem gæti bent til vanstillingar hjóla
  •      Aðvörun í mælaborði frá veggripskerfi bílsins

Virðisaukaskattur er endurgreiddur af vinnulið vegna bílaviðgerða á fólksbílum í einkaeigu. Fjárhæð vinnuliðar þarf að ná lágmarki 25.000 kr. án vsk til að öðlast endurgreiðslu.

Hjólastilling er nauðsynleg ef hjólin hafa skekst af einhverjum ástæðum. Vanstillt hjól hafa áhrif á stýrishæfni bílsins og valda því að dekk slitna hraðar sem getur verið mjög kostnaðarsamt. Skökk hjól skapa meiri eyðslu á eldsneyti. Starfsmenn okkar eru þaulvanir og fljótir að hjólastillaHjólastillingar hjá Brimborg og Velti eru á föstu verði eftir bíltegund og bílgerð. Komi í ljós að fara þarf í viðgerð í framhaldi af hjólastillingu þá er liggur kostnaðaráætlun alltaf fyrir áður en hafist er handa við viðbótarverk.

Bílar fá oft ábendingu um hjólastillingu þegar þeir hafa farið í gegnum aðalskoðun. Fari svo geta starfsmenn Brimborgar klárað endurskoðun bílsins þegar hjólastillingu er lokið og þá þarf bíleigandinn ekki að fara aftur með bílinn í skoðun.

 

Svæði

Finndu næsta MAX1 verkstæði

MAX1 verkstæði eru í eða nálægt eftirtöldum sveitarfélögum:

Allt um MAX1

Aðalsímanúmer: 5157190

Persónuvernd

Bókaðu tíma hér

Kt.: 701277-0239 VSK.NR.: 11650

Skráðu þig á póstlista

Skráðu þig á póstlista MAX1 og fáðu forskot á fréttir og tilboð.

Skráðu þig hér

 

EINFALDAR GREIÐSLUR MEÐ PEIPei
Hægt er að greiða með Pei hjá MAX1 Bílavaktinni. Meira hér.

Fylgstu með okkur

   Vélaland

 

    Þjónustuskoðanir og stærri viðgerðir 

MAX1 Bílavaktin býður bílaþjónustu fyrir allar tegundir bíla á öllu höfuðborgarsvæðinu þar sem boðið er upp á dekk, umfelgun, rafgeyma, smurningu, bremsuviðgerðir, dempara, bílaperur, rúðuþurrkur, rúðuvökva og önnur smærri viðvik sem tengjast bílnum. Komdu eða pantaðu tíma.