Flýtilyklar
Finna dekk
Opna
Sendibíladekk vetrar
Nokian WR C3
Nokian WR C3
Nokian WR C3 veitir öflugt vetrargrip á norðlægum slóðum.
Nokian WR C3 sendibíladekkið veitir öflugt vetrargrip á norðlægum slóðum. Dekkið er öruggt, endist vel og er lipurt í akstri. Rákir dekksins fjarlægja vatn og snjó undan því jafnóðum og þú ekur.
Styrkt eins og skothelt vesti
Nokian WR C3 sendibíladekkið er búið hinni gríðarsterku Aramid hliðarstyrkingu. Hér fyrir neðan má sjá myndband um þessa nýju tækni:
Gríðarsterk hliðarstyrking
Myndin vinstra megin hér að neðan sýnir venjulegt dekk en myndin til hægri sýnir hliðar á Nokian WR C3 dekkjum sem eru sérstyrktar með aramíð gúmiblöndu. Gúmíblandan sem notuð er til að styrkja hliðarnar er úr aramíð sem er flokkur hitaþolinna og sterkra gervitrefja. Þetta efni er, m.a. notað í flugvélar, báta og skotheld vesti.
Nokian Aramid hliðarstyrking bjargar mannslífum
Nokian Tyres Aramid hliðarstyrking er ný tækni sem eykur endingu dekkja og verndar þau í óvæntum aðstæðum. Efnasamband hliðanna er einstaklega endingargott og inniheldur gríðarsterkar aramíd trefjar. Aramid trefjarnar styrkja hliðarveggi dekksins þannig að það þolir betur utanaðkomandi álag.
Myndir af Nokian WR C3 sendibíladekkinu