Flýtilyklar
Finna dekk
Opna
Sendibíladekk harðkorna
Nokian Cargo Hakkapeliitta CR 3
Nokian Cargo Hakkapeliitta CR 3
Harðkorna vetrardekk fyrir sendibíla og smárútur sem þurfa að hafa meiri burð og stöðugleika.
205/75R16C Nokian Hakkapeliitta CR3 - 32.690 kr.
205/70R15 Nokian Hakkapeliitta CR3 - 26.830 kr.
215/65R15 Nokian Hakkapeliitta CR3 - 27.680 kr.
215/65R16 Nokian Hakkapeliitta CR3 - 32.690 kr.
235/65R16 Nokian Hakkapeliitta CR3 - 35.680 kr.
Harðkornadekk með frábæra endingu
Harðkornadekkið Nokian Hakkapeliitta CR3 á sér leyndarmál sem liggur í gúmmíblöndu þess. Vistvænum, harðkorna kristöllum hefur verið bætt við hina frábæra blöndu, en kristallarnir virka sem naglar þegar kemur að gripi. Þessi nýja viðbót dregur talsvert úr hemlunarvegalengd í hálku, miðað við forvera dekksins, jafnvel þegar ekið er á miklum hraða.
Frammistaða Nokian Hakkapeliitta CR3 er framúrskarandi hvort sem er í snjó, á ís eða á blautu yfirborði og hefur dekkið jafnframt frábæra endingu. Gripeiginleikar þess varðveitast samhliða eyðingu dekksins, þó að sjálfsögðu þurfi að huga að dekkjaskiptum er mynsturdýpt fer undir 4 mm og snjókornatákn slitmerkingarinnar hverfur af dekkinu, samanber ný reglugerð um lágmarksmynsturdýpt dekkja.
Gríðargott grip á ís og í snjó
Sérstakar gripklær milli mynsturblokka Nokian Hakkapeliitta CR3 dekksins bæta grip í snjó og á ís, sérstaklega við hemlun og hröðun. Víðari mynsturraufir, staðsettar á öxl dekksins og í miðju þess, virkja mjórri mynsturraufirnar sem eykur grip í mikilli hálku. Krapavörn í formi þríhyrningslaga kraparása ýta í burtu krapa og vatni og koma í veg fyrir að bíllinn fljóti upp á blautu vegyfirborði. Krapavörnin er enn einn eiginleiki Nokian Hakkapeliitta CR3 vetrardekksins sem gerir grip þess gríðargott á ís og í snjó.