Flýtilyklar
Finna dekk
Opna
Jeppadekk heilsárs
Nokian WR SUV 3
Nokian WR SUV 3
Nokian WR SUV3 er heilsársdekk sem veitir mikinn stöðugleiki við allar aðstæður
Öflug flotvörn í krapa og bleytu
Frábært í akstri í snjó sem og á þurru vegyfirborði
Framúrskarandi grip á blautu yfirborði
Nokian WR SUV 3 vetrardekk fyrir jeppa
Nokian WR SUV 3 vetrardekkið hentar einnig sem heilsársdekk fyrir jeppa var efst í prófunum þýska tímaritsins "Off Road" árið 2014. Tímaritið segir dekkið "ósigrandi í snjó og hálku". Gúmmí blanda dekksins er blanda af náttúrulegu gúmmíi, kísli og canola-olíu sem hámarkar vetrar- og sumargrip. Dekkið er sérhannað fyrir -20°C til + 20°C og hefur því frábært slitþol á öllum árstíðum hér á Íslandi. Það hentar því einnig mjög vel sem heilsársdekk.
Þetta trausta dekk fyrir jeppa er mjög öruggt og heldur stöðugleika sínum við erfiðustu aðstæður.
Nokian WR SUV3 hlaut A í einkunn þegar grip í bleytu og eldsneytisnotkun var prófuð. Nokian WR SUV3 getur stytt hemlunarvegalengd ökutækis um allt að 18 metra. Einstök dreifing á Nokian Twin Trac Silica gúmmíblöndunnar tryggir öruggari akstur í snjó og bleytu ásamt því að lítið vegviðnám dregur úr eldsneytiseyðslu.
Frábært grip í bleytu og slabbi
Samhverft og stefnuvirkt mynstur Nokian WR SUV 3 dekksins tryggir stöðugleika þess á hvers konar vegyfirborði. Sterkari miðja bætir enn stöðugleikastjórnunina og þétt net mynsturraufa bætir endingu gripsins. Djúpar þverrásir, ásamt heildar hönnun mynstursins og fáðum aðalrásum, koma í veg fyrir að bíllinn fari á flot í bleytu eða krapa. Allir þessir eiginleikar tryggja frábært grip dekksins, sérstaklega í blautum aðstæðum.
Stórkostlegt vetrargrip
Snjóklærnar (Snow Claws) tryggja frábært vetrargrip þegar ekið er í mjúkum snjó eða á öðru mjúki undirlagi. Þær sökkva sér í vegyfirborðið sem veitir hágæða grip í snjó og á ís.
Misháar rásir
Misháar rásir næst sterkri miðju WR SUV 3 vetrardekksins frá Nokian stuðla að framúrskarandi stöðugleikastjórnun sem er grundvallarþáttur í fjölbreyttum akstri jeppa. Hönnunin kemur einnig í veg fyrir að litlir steinar festist í rásunum.
Slitmerking fyrir aukið öryggi og þægindi
Öll dekk frá Nokian eru með merkingu á miðju dekksins sem segir til um slit þess. Þegar 4mm eru eftir af mynstri dekksins hverfur snjótáknið sem þýðir að dekkið er ekki lengur öruggt í snjó. Eftir því sem mynstur verður minna minnkar grip í bleytu og snjó.
Sérstyrking dekkja
Myndin vinstra megin hér að neðan sýnir venjulegt dekk en myndin til hægri sýnir hliðar á Nokian dekkjum sem eru sérstyrktar með aramíð gúmiblöndu. Gúmíblandan sem notuð er til að styrkja hliðarnar er úr aramíð sem er flokkur hitaþolinna og sterkra gervitrefja. Þetta efni er, m.a. notað í flugvélar, báta og skotheld vesti.
Nokian Aramid hliðarstyrking bjargar mannslífum
Nokian Tyres Aramid hliðarstyrking er ný tækni sem eykur endingu dekkja og verndar þau í óvæntum aðstæðum. Efnasamband hliðanna er einstaklega endingargott og inniheldur gríðarsterkar aramíd trefjar. Aramid trefjarnar styrkja hliðarveggi dekksins þannig að það þolir betur utanaðkomandi álag.
Hér fyrir neðan má sjá myndband um þessa nýju tækni.
Komdu núna | eða | pantaðu tíma |
Verðlaunað óneglt vetrardekk
Myndir af Nokian WR SUV 3 óneglda vetrardekkinu fyrir jeppa
Hér að neðan má sjá myndir af Nokian WR SUV 3 í notkun og eins og það kemur úr kassanum.